Reyðarvatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: Guðrún Björk
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Reyðarvatn er í Borgarfjarðarsýslu, upp frá botni Lundarreykjadals. Það er 8,3 km² að flatarmáli og hæð yfir sjávarmáli er 325 m. Ekið er að vatninu frá Uxahryggjarvegi. Í vatnið austanvert kemur Reyðarlækur úr Stóra-Brunnvatni. Frá norðaustri falla í það tvær ár, Leirá og Fossá. Hin þekkta laxveiðiá, Grímsá fellur úr vatninu til norðvesturs. Í Reyðarvatni er allmikið af bleikju og murtu. Veiðst hafa yfir 12 punda fiskar, en algengasta stærð er 1-2 pund og er þá murtan ekki talin með. Margir góðir veiðistaðir eru allt í kringum vatnið. Einn besti veiðistaðurinn er þar sem Grímsá rennur úr vatninu og annar þar sem Fossá rennur í vatnið. 

Veiðireglur

Heimilt er að veiða á 4 stangir í Fossá og ósi hennar. Stangarfjöldi er ótakmarkaður í vatninu og niður að efsta fossi í Grímsá. Veiðileyfi kosta 10.000 kr. í Fossá en 5.000 kr. í vatnið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðin eru tvö: Annars vegar Fossáin og skiki af vatninu umhverfis ós hennar. Hins vegar vatnið sjálft ásamt spölkorni af Grímsá, niður að efsta fossi.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 48 km (að gönguleið), Akranes: 77 km, Reykjavík: 114 km og Akureyri: um 340 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Árni Ingvarsson, Skarði s: 892-1391

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Reyðarvatn

Engin nýleg veiði er á Reyðarvatn!

Shopping Basket