Reykjadalsá á upptök sín við rætur Oks og liðast mjúklega um Hálsasveit og Reykholtsdal framhjá sögufrægum stöðum einsog Reykholti og Deildartunguhver. Áin sameinast svo Flókadalsá og eiga þær saman ós í Hvítá skammt ofan við Svarthöfða. Heildarlengd er um 38 km. og vatnasvið með þverám um 290 km2. Allnokkuð hveravatn féll í Reykjadalsá, en hefur minnkað umtalsvert við virkjun Deildartunguhvers. Talsverðar sveiflur hafa verið í veiðinni í Reykjadalsá, frá því að vera um 30 laxar og allt að því að vera um 300 laxar. Uppeldisskilyriði eru góð í efri hluta árinnar, en hafa verið síðri í neðri hlutanum. Þar fer hiti vatnsins oft upp fyrir 20 °c á hlýjum dögum á þurrkasumrum. Reykjadalsá er því fyrst og fremst síðsumarsá og mesta laxgengdin er þegar komið er fram í lok ágúst og í september. Margir góðir veiðistaðir eru í ánni og má þar fyrstan telja Klettafljótið, en hann hentar einstaklega vel til fluguveiða. Aðrir staðir eru m.a. Mjóanesáll og Tunnufljót.
Flottur maríulax í Reykjadalsá
Við áttum fína daga í Reykjadalsá í Borgarfirði þó að veiðin hafi verið róleg. Skemmtilegasta upplifunin var þegar afastrákurinn minn Gústaf Leó fékk maríulaxinn sem veiddist í klettshyl. Laxinn var