Reykjadalsá

Suðvesturland
Eigandi myndar: sudurnes.net
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

14400 kr. – 60000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Reykjadalsá á upptök sín við rætur Oks og liðast mjúklega um Hálsasveit og Reykholtsdal framhjá sögufrægum stöðum einsog Reykholti og Deildartunguhver.  Áin sameinast svo Flókadalsá og eiga þær saman ós í Hvítá skammt ofan við Svarthöfða. Heildarlengd er um 38 km. og vatnasvið með þverám um 290 km2. Allnokkuð hveravatn féll í Reykjadalsá, en hefur minnkað umtalsvert við virkjun Deildartunguhvers fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Talsverðar sveiflur hafa verið í veiðinni í Reykjadalsá,  frá því að vera um 30 laxar og allt að því að vera um 300 laxar. Uppeldisskilyriði eru góð í efri hluta árinnar, en hafa verið síðri í neðri hlutanum. Þar fer hiti vatnsins oft upp fyrir 20 °c á hlýjum dögum á þurrkasumrum. Reykjadalsá er því fyrst og fremst síðsumarsá  og mesta laxgengdin er þegar komið er fram í lok ágúst og í september. Margir góðir veiðistaðir eru í ánni og má þar fyrstan telja Klettafljótið, en hann hentar einstaklega vel til fluguveiða. Aðrir staðir eru m.a. Mjóanesáll og Tunnufljót.  

Gistimöguleikar

Veiðihús

Án þjónustu

Nokkuð gott veiðihús er við ána með 2 svefnherbergjum og eru 2 rúm í hvoru þeirra. Einnig er svefnloft þar sem tveir geta sofið. Rafmagn er í húsinu, sem og heitt og kalt vatn. Á verönd er að finna heitan pott og þar er einnig gasgrill.

Veiðireglur

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðidagbók sem staðsett er í veiðihúsinu

Kort og leiðarlýsingar

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til hægri af þjóðvegi 1 áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn á Borgarfjarðarbraut (veg nr. 50). Eknir eru um 30 km sem leið liggur fram hjá afleggjurunum inn í Skorradal og til Hvanneyrar og síðan framhjá syðri afleggjaranum inn í Lundareykjadal. Ekið yfir Grímsá alla leið til Kleppjárnsreykja og er þar tekin fyrsta beygja til hægri, ekið framhjá félagsheimilinu Logalandi og fljótlega eftir það tekin vinstri beygja inná slóða til veiðihússins.

Á veiðisvæði Reyjadalsá eru 30 skráðir veiðistaðir

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 35 km, Reykjavík: 102 km, Reykjanesbær: 144 og Akureyri: 318 km

Veitingastaðir

Reykholt og Hverinn í Kleppjárnsreykjum (5 – 10 km)

Áhugaverðir staðir

Deldartunguhver og Krauma: 7 km, Hraunfossar og Barnafoss: 28 km, Húsafell: 35 km og Víðgelmir: 38 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðitorg – Reykjadalsá

Hörður Guðmundsson s: 894 3233,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Reykjadalsá

Engin nýleg veiði er á Reykjadalsá!

Shopping Basket