Reykjadalsá

Suðvesturland
Eigandi myndar: sudurnes.net
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

29.000 kr. – 83000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Reykjadalsá á upptök sín við rætur Oks og liðast mjúklega um Hálsasveit og Reykholtsdal framhjá sögufrægum stöðum einsog Reykholti og Deildartunguhver.  Áin sameinast svo Flókadalsá og eiga þær saman ós í Hvítá skammt ofan við Svarthöfða. Heildarlengd er um 38 km. og vatnasvið með þverám um 290 km2. Allnokkuð hveravatn féll í Reykjadalsá, en hefur minnkað umtalsvert við virkjun Deildartunguhvers. Talsverðar sveiflur hafa verið í veiðinni í Reykjadalsá,  frá því að vera um 30 laxar og allt að því að vera um 300 laxar. Uppeldisskilyriði eru góð í efri hluta árinnar, en hafa verið síðri í neðri hlutanum. Þar fer hiti vatnsins oft upp fyrir 20 °c á hlýjum dögum á þurrkasumrum. Reykjadalsá er því fyrst og fremst síðsumarsá  og mesta laxgengdin er þegar komið er fram í lok ágúst og í september. Margir góðir veiðistaðir eru í ánni og má þar fyrstan telja Klettafljótið, en hann hentar einstaklega vel til fluguveiða. Aðrir staðir eru m.a. Mjóanesáll og Tunnufljót.  

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Nokkuð gott veiðihús er við ána með 2 svefnherbergjum og eru 2 rúm í hvoru þeirra. Einnig er svefnloft þar sem tveir geta sofið. Rafmagn er í húsinu, sem og heitt og kalt vatn. Á verönd er að finna heitan pott og þar er einnig gasgrill.

Veiðireglur

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðidagbók sem staðsett er í veiðihúsinu

Kort og leiðarlýsingar

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til hægri af þjóðvegi 1 áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn á Borgarfjarðarbraut (veg nr. 50). Eknir eru um 30 km sem leið liggur fram hjá afleggjurunum inn í Skorradal og til Hvanneyrar og síðan framhjá syðri afleggjaranum inn í Lundarreykjadal. Ekið yfir Grímsá alla leið til Kleppjárnsreykja og er þar tekin fyrsta beygja til hægri, ekið framhjá félagsheimilinu Logalandi og fljótlega eftir það tekin vinstri beygja inná slóða til veiðihússins.

Á veiðisvæði Reyjadalsá eru 30 skráðir veiðistaðir

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 35 km, Reykjavík: 102 km, Reykjanesbær: 144 og Akureyri: 318 km

Veitingastaðir

Reykholt og Hverinn í Kleppjárnsreykjum (5 – 10 km)

Áhugaverðir staðir

Deldartunguhver og Krauma: 7 km, Hraunfossar og Barnafoss: 28 km, Húsafell: 35 km og Víðgelmir: 38 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hörður Guðmundsson s: 894 3233,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Reykjadalsá

Flottur maríulax í Reykjadalsá

Við áttum fína daga í Reykjadalsá  í Borgarfirði þó að veiðin hafi verið róleg. Skemmtilegasta upplifunin var þegar afastrákurinn minn Gústaf Leó fékk maríulaxinn sem veiddist í klettshyl. Laxinn var

Lesa meira »
Shopping Basket