Sænautavatn

Austurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Stærð þessa góða veiðivatns er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Sænautavatn liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924, er við norðurenda þess. Bærinn Sænautasel, sem hefur verið endurbyggður sem safn, er við suðurenda vatnsins. Úr vatninu rennur Lónskvísl sem fellur í Hofsá í Vopnafirði. Sænautavatn er með djúpan skurð í miðju, dýpst 24 m. Mikill og allvænn fiskur er í vatninu, 1-6 punda bleikja, sem þykir sérlega bragðgóð. Vatnið grynnkar mjög til jaðrana og veiðist oft vel þar sem grynning og dýpi mætast. Um lágnættið er oft sérstaklega farsæl veiði. Jöfn veiði er yfir veiðitímann, þó yfirleitt meiri í maí og júní.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Sænautasel s: 892-8956 eða 845-8956, www.facebook.com

Skjöldólfsstaðir, s: 471-2006, ahreindyraslodum.is

Ferðaþjónusta Sáms, Aðalbóli, s: 471-2788

Tjaldstæði

Korthafar geta tjaldað endurgjaldlaust við vatnið

Veiðireglur

Menn eru vinsamlegast beðnir um að skilja ekki eftir rusl og stranglega er bannað að aka utan vegar. Korthafar skulu skrá sig í Sænautaseli og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 73 km, Húsavík:168 km, Akureyri: 198 km og Reykjavík: 584 km

Veitingastaðir

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli, t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá keyptan mat

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Umsjónarmaður: Lilja Óladóttir s: 892-8956 eða Björn Hallur s: 845-8956, Sænautaseli

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Sænautavatn

Engin nýleg veiði er á Sænautavatn!

Shopping Basket