Sandvíkurheiði

Norðausturland
Eigandi myndar: is.wikipedia.org
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Sandvíkurheiði er á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar og þar eru nokkur allgóð veiðivötn. Þau helstu eru Hólmavatn, Bakkavatn og Hundsvatn. Í Hundsvatni er urriði en í hinum bleikja. Hundsvatn er í 230 m hæð yfir sjó og er u.þ.b. 0.12 km² að stærð. Það er vestan þjóðvegarins sem liggur um Sandvíkurheiði. Austan vegar er Bakkavatn og er það einnig í 230 m hæð yfir sjó. Flatarmál þess er um 0.44 km². Í því var allvæn bleikja meðan netaveiði var stunduð en nú er sagan önnur. Aðgengi að Bakkavatni er með besta móti enda er það rétt austan við þjóðveginn. Hólmavatn er einnig í 230 m hæð yfir sjó og er áætlað um 0.65 km² að flatarmáli. Liggur það nokkuð austar á heiðinni en Bakkavatn og er þangað allnokkur gangur. Bleikjan sem er í Hólmavatni er svipuð þeirri í Bakkavatni. 

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllum vötnunum, Hundsvatni, Hólmavatni og Bakkavatni

Veiðileyfi og upplýsingar

Skrifstofa Langanesbyggðar s: 468-1220.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Sandvíkurheiði

Engin nýleg veiði er á Sandvíkurheiði!

Shopping Basket