Sauðlauksdalsvatn er um 0,35 km² að flatarmáli og í um 10 m hæð yfir sjó. Í vatninu er bleikja, bæði sjógengin og staðbundin. Einnig er þarna vænan urriða að finna og hafa menn verið að veiða allt að 16 punda stykki. Uppistaðan í bleikjuveiðinni er 1-1,5 pund að þyngd. Vatnið hefur verið innan Veiðikortsins í nokkur ár og margir veiðimenn hafa tekið ástfóstri við það í gegnum árin, enda heimilt að tjalda við vatnið. Góður veiðistaður er þar sem áin rennur í vatnið. Það hentar vel fyrir fluguveiði, enda er auðvelt að vaða aðeins út í gulum sandinum.