Sauðlauksdalsvatn

Vestfirðir
Eigandi myndar: Gústaf Gústafsson
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Sauðlauksdalsvatn er um 0,35 km² að flatarmáli og í um 10 m hæð yfir sjó. Í vatninu er bleikja, bæði sjógengin og staðbundin. Einnig er þarna vænan urriða að finna og hafa menn verið að veiða allt að 16 punda stykki. Uppistaðan í bleikjuveiðinni er 1-1,5 pund að þyngd. Vatnið hefur verið innan Veiðikortsins í nokkur ár og margir veiðimenn hafa tekið ástfóstri við það í gegnum árin, enda heimilt að tjalda við vatnið. Góður veiðistaður er þar sem áin rennur í vatnið. Það hentar vel fyrir fluguveiði, enda er auðvelt að vaða aðeins út í gulum sandinum.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Tjaldstæði

Heimilt er að tjalda við vatnið á eigin ábyrgð en engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu. Til stendur til að koma upp slíkri aðstöðu.

Veiðireglur

Menn eru vinsamlega beðnir um að skilja ekki eftir rusl og stranglega er bannað er að aka utan vegar. Bannað er að veiða í ánni sem rennur í vatnið. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiðimenn fara beint inn að vatni og hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar gesta. Mönnum ber að skila veiðiskýrslum á netinu, www.veidikortid.is

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu, en aðallega er veitt þeim megin sem komið er að því

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Patreksfjörður: 25 km, Ísafjörður: 166 km, Reykjavík: 387 km og Akureyri: 506 km

Áhugaverðir staðir

Látrabjarg: 38 km, fossinn Dynjandi: 94 km og Gíslahellir: 68 km

Önnur þjónusta

Ferjan Baldur, Brjánslæk: saeferdir.is

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Vestfirðir

Fréttir af veiði Sauðlauksdalsvatn

Engin nýleg veiði er á Sauðlauksdalsvatn!

Shopping Basket