Sélá er ein þekktasta laxveiðiá landsins, sem kemur upp af hálendinu ofan byggða í Vopnafirði og fellur til sjávar í firðinum. Stór hluti þeirra sem veiða í Selá eru erlendir veiðimenn. Óvíða hafa menn meira pláss í kílómetrum talið á hverja stöng heldur en í Selá. Veiði sveiflast mjög eins og í öllum ám á Norðausturhorninu en seinni árin hefur veiðin þó sjaldan farið niður fyrir 5-600 laxa. Góð sumur skila 1200 til 1300 löxum á þurrt og þá er líf og fjör á bökkum Selár.
„Ísland er Ásgarður laxveiðinnar“
„Í mínum huga er Ísland Ásgarður laxveiðinnar og Selá sjálf Valhöll,“ skrifar breski blaðamaðurinn Ruaridh Nicoll á vef Financial Times, sem er eitt útbreiddasta viðskiptablað sem gefið er út. Denni,