Selá í Vopnafirði

Austurland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

27 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Sélá er ein þekktasta laxveiðiá landsins, sem kemur upp af hálendinu ofan byggða í Vopnafirði og fellur til sjávar í firðinum. Stór hluti þeirra sem veiða í Selá eru erlendir veiðimenn. Óvíða hafa menn meira pláss í kílómetrum talið á hverja stöng heldur en í Selá. Veiði sveiflast mjög eins og í öllum ám á Norðausturhorninu en seinni árin hefur veiðin þó sjaldan farið niður fyrir 5-600 laxa. Góð sumur skila 1200 til 1300 löxum á þurrt og þá er líf og fjör á bökkum Selár. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Aðbúnaður við Selá er allur eins og hann getur best orðið við veiðiá. Nýlegt og glæsilegt veiðihús stendur við ána og er það með öllum þægindum eins og á góðu 5 stjörnu hóteli.

Kort og leiðarlýsingar

Selá er laxgeng um 40 km að Efra Fossi, við Selsá. Vatnasvið hennar er 750 km²

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vopnafjörður: um 16 km, Egilsstaðir: um 145 km, Akureyri: 227 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík 615 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: 143 km, Akureyrarflugvöllur: 228 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.strengurangling.is

Gísli Ásgeirsson, [email protected] & Ingólfur Helgason, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 21:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Selá í Vopnafirði

„Ísland er Ásgarður laxveiðinnar“

„Í mínum huga er Ísland Ásgarður laxveiðinnar og Selá sjálf Valhöll,“ skrifar breski blaðamaðurinn Ruaridh Nicoll á vef Financial Times, sem er eitt útbreiddasta viðskiptablað sem gefið er út. Denni,

Lesa meira »
Shopping Basket