Selvatn á Héraði

Austurland
Eigandi myndar: Högni H
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Selvatn er 2 km vestan við þjóðveg 94 í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Það er suðaustan við Krókavatn, í 30 m hæð yfir sjávarmáli og um 0,27 km² að flatarmáli. Í því er allgóður urriði og hefur verið talsvert um 2 – 4 punda fiska. Veiðiréttur í Selvatni skiptist á milli bæjanna Bóndastaða, Dratthalastaða, Ekru og Laufáss. Ein stöng er seld fyrir landi Ekru en um 40 mínútna gangur er frá bænum að vatninu. Bóndastaðir eru í eyði og ekki eru seld leyfi fyrir landi Laufáss. Ábúendur á Dratthalastöðum hafa leyft veiði fyrir sínu landi. Fljótlegast er að komast að vatninu með því að ganga frá þjóðvegi 94, það mun vera um hálftíma gangur.

Kort og leiðarlýsingar

Einungis er leyfð veiði í landi Ekru og Dratthalastaða. Eru veiðimenn beðnir um að virða það og kynna sér þann hluta vatnisins þar sem veiða má

Veiðileyfi og upplýsingar

Sigmundur Halldórsson, Ekru s: 471-3054  & Sigmundur Stefánsson, Dratthalastöðum s: 471-3029.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Selvatn á Héraði

Engin nýleg veiði er á Selvatn á Héraði!

Shopping Basket