Skarðsá er á Möðrudalsöræfum og er talin vera sankölluð “veiðiperla” af þeim sem hafa stundað hana. Upptök hennar eru í Þjóðfellsbungu og falla til hennar fjöldi smááa og lækja t.d. Farvegur, Víðidalsá og Staðará. Í Skarðsá og vatnasvæði hennar er staðbundinn bleikja, en ekki hefur verið mikil hefð fyrir veiði í ánni fyrr en síðustu 10 ár. Að sögn Vilhjálmar á Möðrudal er nóg af bleikju í Skarðsánni og hliðarám hennar. Besta veiðin hefur jafnofast verið þar sem áin rennur í Jökulsá á Fjöllum, þar er hún þar sem ferskvatn blandast jökulvatninu. Þarna, eins og með aðra svipaða veiðistaði, er auðvelt að þurrka bleikjuna upp ef ekki er gengið fram af hófsemi við veiðarnar. Ekki er þó hægt að ganga að veiðinni vísri og kemur fyrir að menn verða ekki varir.