Skarðsá

Norðausturland
Eigandi myndar: Erlendur Steinar
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 15 júlí

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

30000 kr. – 30000 kr.

Tegundir

Veiðin

Skarðsá er á Möðrudalsöræfum og er talin vera sankölluð “veiðiperla” af þeim sem hafa stundað hana. Upptök hennar eru í Þjóðfellsbungu og falla til hennar fjöldi smááa og lækja t.d. Farvegur, Víðidalsá og Staðará. Í Skarðsá og vatnasvæði hennar er staðbundinn bleikja, en ekki hefur verið mikil hefð fyrir veiði í ánni fyrr en síðustu 10 ár. Að sögn Vilhjálmar á Möðrudal er nóg af bleikju í Skarðsánni og hliðarám hennar. Besta veiðin hefur jafnofast verið þar sem áin rennur í Jökulsá á Fjöllum, þar er hún þar sem ferskvatn blandast jökulvatninu. Þarna, eins og með aðra svipaða veiðistaði, er auðvelt að þurrka bleikjuna upp ef ekki er gengið fram af hófsemi við veiðarnar. Ekki er þó hægt að ganga að veiðinni vísri og kemur fyrir að menn verða ekki varir.  

Gisting & aðstaða

Gistihús

Möðrudalur s: 471-1858, fjalladyrd.is

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið skiptist í 2 svæði og eru leyfðar 3 stangir á hvoru þeirra

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 125 km, Egilsstaðir: 109 km, Akureyri: 153 um Vaðlaheiðargöng

Veitingastaðir

Fjallakaffi á Möðrudal s: 471-1858, fjalladyrd.is

Veiðileyfi og upplýsingar

Vilhjálmur Vernharðsson, Möðrudal s: 471-1807 & 894-0758

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Skarðsá

Engin nýleg veiði er á Skarðsá!

Shopping Basket