Skjálfandafljót

Norðausturland
Eigandi myndar: Árni Baldursson
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

meira en 5 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

28800 kr. – 35800 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Skjálfandafljót, sem er fjórða lengsta á landsins, á upptök sín í Vonarskarði og fellur til sjávar í Skjálfanda. Jökulkvíslar renna til þess að sumarlagi undan jöklum og gefa því brúnleitan lit. Hann getur verið breytilegur á milli daga og því er suma daga betra að veiða á maðk en aðra á flugu. Ýmsar drag- og lindár blandast því á leið þess til sjávar. Þetta gerir það að verkum að fiskur gengur upp í fljótið og er stunduð silungs- og laxveiði í fljótinu og þverám þess. Skjálfandafljót er fiskgengt um 40 km, alls um 180 km að lengd og er frægt fyrir fallega fossa og nátturu. Meðalveiði síðastliðin ár er um 600 laxar á sumri.

Gisting & aðstaða

Aðrir gistimöguleikar

EKKERT VEIÐIHÚS ER VIÐ ÁNNA

Kort og leiðarlýsingar

Austurbakki Efri – 2 stangir.

Keyrt er upp með vaði og lagt á bílastæði við Skipapoll. Þar er bátur og skal róið á honum yfir Skipapollinn og gengið upp Þingey. Svæðamörk ná frá Barnafossi niður að gljúfurmynni. Eins og alls staðar í Skjálfandafljóti er full þörf á að fara með aðgát á svæðinu. Sumir veiðistaðir á efri Austurbakka efra eru ekki aðgengilegir og notast skal við kaðla til að styðjast við.

Helstu veiðistaðir: Pálsbreiða, Sandhylur, Grjóthylur, Tótaklöpp, Litla Breiða, Steinabreiða, Fosspollur norðan, Fosspollur sunnan, Ingólfshöfði, Geirahola.

Austurbakki Neðri ásamt Grænhyljum að austanverðu – 2 stangir

Keyrt er upp með vaði og lagt á bílastæði við Skipapoll. Þar er bátur sem menn geta notað til þess að komast yfir, til að veiða útfallið í kringum Ullarfoss. Veiðisvæðið nær frá gljúfurkjafti að austanverðu og niður undir landamerkjagirðingu neðst í Fossselsskógi.

Helstu veiðistaðir: Stóri og Litli Grænhylur að austan, Gosselskvísl, Skipapollur, Skipapollsútföll.

Barnafell og Vesturbakki Efri -2 stangir

Veiðisvæðið nær frá Barnafossi vestanmegin og niður fyrir Votulágarpolla á vesturbakka. Til þess að komast að Barnafelli er keyrt inn afleggjara að Fremstafelli, alla leið þar til vegur endar við Barnafoss. Það getur verið hættulegt að ganga niður í Barnafell og eru veiðimenn beðnir um að fara með aðgát. Til þess að komast að Vesturbakka efri er keyrt inn í Ystafellsskóg og keyrt alla leið að sumarhúsi sem er staðsett þar. Þar er bílastæði og menn ganga þaðan. Talsvert er hægt að vaða á vesturbakkanum og menn beðnir um að fara varlega við ánna. Þegar menn veiða litla og stóra Grænhyl er eingöngu heimild til þess að veiða vestan megin og út í miðja á.

Veiðitilhögun: Þegar veitt er með 2 stöngum er einungis leyft að veiða í 6 klst í Barnafelli og 6 klst á vesturbakkanum. Hins vegar sé veitt með einni stöng má veiða 12 klst á hvorum stað.

Helstu veiðistaðir: Barnafellsbreiða, Syðri & Ytri Fellsselspollar, Stóri Grænhylur vestan megin, Litli Grænhylur vestan megin.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 38 km

Akureyri: 50 km um Vaðlaheiðargöng

Reykjavík: 435 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 50 km um Vaðlaheiðargöng

Veitingastaðir

Veitingar og verslun á Fosshóli við Goðafoss

Einnig er stutt í Dalakofann: 35 km

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: 20 km

Aldeyjarfoss: 65 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Skjálftar sf.

s: 693-1916, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Skjálfandafljót

Engin nýleg veiði er á Skjálfandafljót!

Shopping Basket