Skjálftavatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

15000 kr. – 15000 kr.

Veiðin

Skjálftavatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 9 km² að flatarmáli og liggur í um 15 m yfir sjávarmáli. Þetta er grunnt vatn, eða einungis um  2 ~ 3 m að dýpt. Vatnið myndaðist í jarðhræringum árið 1975-6. Árið 1975 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og landsig þar sem nýbúið var að græða upp. Myndaðist þá þetta sögulega stöðuvatn. Úr vatninu rennur Litlaá til sjávar í Öxarfirði. Mikil og góð veiði er í Skjálftavatni; urriði, sjóbirtingur og bleikja. Meðal góðra veiðistaða eru uppspretturnar við svokallað Jonnatún við Tjarnaleitisrétt.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Skúlagarður s: 465-2424 & 465-2280, skulagardur.com

Gistihús

Keldunes s: 465-2275, keldunes.is/ en þar er góð aðstaða fyrir allt að 12 manns. Í húsinu eru 6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum, notaleg borðstofa með mjög góðri eldunaraðstöðu og einnig setustofa. Við húsið er heitur pottur þar sem menn geta slakað á.

Veiðireglur

Veiðimenn skulu gefa sig fram í Keldunesi áður en veiði hefst. Í lok veiðidags skal skrá veiði dagsins í veiðibók sem liggur þar frammi.

Skjálftavatn er á forræði veiðiréttarhafa sem búa við ána. Fimm stangir eru leyfðar í Litluá og tvær í Skjálftavatn. Ef keyptar eru allar fimm stangirnar í ánni fylgir leyfi í vatninu með.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 51 km, Akureyri: 126 km, Egilsstaðir: 200 km, Reykjavík: 515 km og Reykjanesbær: 555 km.

Veitingastaðir

Verslunin Ásbyrgi s: 465-2260, facebook.com/n1asbyrgi

Áhugaverðir staðir

Ásbyrgi: 14 km, Hljóðaklettar: 24 km og Dettifoss: 41 km.

Nestisstaðir

Tilvalið er að gera sér nestisferð í Ásbyrgi

Veiðileyfi og upplýsingar

litlaa.is/

Uppl: Seyrur sf s: 465-2275, [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Skjálftavatn

Engin nýleg veiði er á Skjálftavatn!

Shopping Basket