Skorradalsvatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

20 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

2250 kr. – 2250 kr.

Tegundir

Veiðin

Skorradalsvatn er mikið og stórt og liggur í um 58 metrum yfir sjávarmáli. Vatnið er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að stærstum hluta. Það er djúpt, eða um 48 metrar þar sem það hefur verið mælt dýpst, en meðaldýptin er um 22 metrar. Úr vatninu rennur Andakílsá, sem er þekkt laxveiðiá, og í vatnið rennur Fitjaá úr Eiríksvatni. Í Skorradalsvatni er mikið af fiski, að stærstum hluta smábleikja, en þarna eru einnig risavaxnar bleikjur og gríðarvænir urriðar. Hins vegar hefur reynst fremur erfitt að veiða þessa fiska á stöng frá bakka og flestir af þessum stóru fiskum koma á þegar trollað er af báti með stórum spúnum eða þeir eru veiddir í net. Þetta er þó ekki algilt og alltaf veiðast fallegir silungar á stöng ár hvert, þeir vænstu snemmsumars eða að hausti. Skorradalsvatn er nokkuð aðgrunnt næst landi en svo dýpkar það hratt. Fengsælt hefur verið t.d. undan Stóru Drageyri þar sem lækurinn rennur niður í vatnið.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Tjaldstæði eru í Selskógi s: 789-8442

Veiðireglur

Óheimilt er að tjalda við vatnið; tjaldstæði er í Selskógi og er veiðimönnum bent á að tjalda þar.

Óheimilt er að kveikja elda í Skorradal.

Veiðimenn skulu hafa veiðileyfi með sér og sýna þau eftirlitsmönnum ef um er beðið. Þeim ber að fara eftir veiðireglum og virða veiðibannsvæði (sjá hér). Einnig ber þeim að ganga vel um landið og skilja ekki eftir sig rusl.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er mest allt vatnið, en þó eru nokkur veiðibannsvæði (sjá kort).

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 28 km, Akranes: 56 km, Reykjavík: 95 km og Akureyri: um 330 km

Áhugaverðir staðir

Hernámssetrið 30 km, Deildartunguhver og Krauma: 30 km, Hraunfossar & Barnafoss: 50 km, Húsfell: 57 km og Víðgelmir: 61 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is – Skorradalsvatn 

Formaður Veiðifélags Skorradalsvatns, Jón A. Guðmundsson frá Fitjum s: 857-7527

Sumarkort: 20.000 kr

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Skorradalsvatn

Engin nýleg veiði er á Skorradalsvatn!

Shopping Basket