Stakkadalsvatn í Aðalvík

Vestfirðir
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi

Veiðin

Þetta vatnasvæði er í Aðalvík og heyrir ósinn og stór hluti vatnsins undir eyðibýlið Stakkadal. Stakkadalsvatn er í 5 m hæð yfir sjó og flatarmál þess er um 0.29 km².  Í það falla Stakkadalsá og Reyðardalsá og svo lítil á úr Torfavatni. Á allt þetta vatnasvæði gengur sjóbleikja, sjóbirtingur og stöku laxar veiðast í ósnum. Veiði getur verið góð og sérstaklega þó í ósnum. Einnig er talsverða veiði að fá í ánum. Mest er þarna af sjóbleikju sem er að megninu til tveggja til þriggja punda. Sjóbirtingsgengdin hefur farið vaxandi en ekki er mikið af laxi. Helst er að hann fáist á veiðistað í ósnum sem kallast Skjónuhylur. Landeigendur hafa nýtt veiðiréttinn en öllum sem eftir því falast er leyft að veiða á vatnasvæðinu. 

Veiðireglur

Þeim sem fá veiðileyfi er einungis heimilt að veiða sér í soðið og eru vinsamlega beðnir að gæta hófs

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær yfir Stakkakadalsvatn og ósinn, en einnig má veiða í Stakkadalsá og Reyðardalsá sem báðar renna í vatnið

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Farið er frá Ísafirði með bát

Áhugaverðir staðir

Fljótavík, Hlöðuvík, Hælavík og Hornvík

Önnur þjónusta

Veiðileyfi og upplýsingar

Viðar Örn Sveinbjörnsson s: 456-5176 & 892-8584.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vestfirðir

Fréttir af veiði Stakkadalsvatn í Aðalvík

Engin nýleg veiði er á Stakkadalsvatn í Aðalvík!

Shopping Basket