Stóra-Laxá IV

Suðurland
Eigandi myndar: lax-a.is
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Stóra-Laxá fellur um 90 km leið, frá Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, í Hvítá hjá Iðu.  Hún er dragá, all vatnsmikil með um 512 km2 vatnasvið. Stóra-Laxá er laxgeng langt inn í Laxárgljúfur og því er landslag meðfram henni bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.  Seldir eru stakir dagar í ána, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði er um 1000 laxar en sumarið 2013 var metveiði þegar 1764 laxar komu á land. 

Þetta er það svæði sem talið hefur af mörgum eitt fegursta laxveiðisvæði veraldar. Þarna má sjá djúp og há gljúfur með blátærri og seiðandi ánni sem brýst þar í gegn. Veiðin verður seint talin landburður en hver og einn lax sem kemur á land veitir alveg sérstaka ánægju. Aukabónusinn er sá að þarna eru margir “drekar” á sveimi.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er í landi Laxárdals. Þar er gistirými fyrir 9 í 5 svefnherbergjum. Í húsinu eru sængur og koddar en mönnum ber sjálfum að leggja til sængurföt. Við húsið er bæði gott gasgrill og heitur pottur. Einnig er aðgerðarborð og vatnsslanga. Veiðimönnum er heimilt að koma í hús klst. áður en veiði hefst og er skylt að skila húsinu hreinu klst. eftir að veiði þeirra lýkur.

Veiðireglur

Öllum laxi skal sleppt á svæði IV.

Kort og leiðarlýsingar

Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Þaðan er beygt inn á Þjórsárdalsveg eftir að farið er fram hjá Sandlæk. Stuttu eftir að ekið er fram hjá bensínstöðinni í Árnesi er beygt til vinstri inn á Gnúpverjaveg. Þaðan eru um 8 km að veiðihúsinu í Laxárdal. Beygt er af Gnúpverjavegi til vinstri inn á Mástunguveg.  Sá vegur liggur beint inn að hlaði veiðihússins.

Veiðisvæðið nær frá Bláhyl upp að Ármótahyl við ár´mot Skillandsár, að báðum veiðistöðum meðtöldum.

Veiðikort

Veiðistaðalýsing 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Flúðir: 20 km, Selfoss: 50 km, Reykjavík: 113 km og Akureyri: 482 km

Áhugaverðir staðir

Flúðir: Gamla Laugin     Þjórsárdalur: Hjálparfoss, Háifoss, Þjóðveldisbærinn Stöng og Gjáin

Veiðileyfi og upplýsingar

Ólöf s. 823-2880, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Myndasafn


Fréttir af veiði Stóra-Laxá IV

Engin nýleg veiði er á Stóra-Laxá IV!

Shopping Basket