Straumfjarðará er með nafntoguðustu laxveiðiám landsins og er bæði gjöful og skemmtileg veiðiá. Áin á upptök sín í fjöllunum á norðanverðu Snæfellsnesi og dregur vatn í hana úr Baulárvallarvatni og uppsprettum Köldukvíslar í Kerlingarskarði. Einnig renna fjöldi smárra lækja og áa í Straumfjarðará, eftir því sem neðar dregur. Í neðri hluta árinnar bætist nokkuð við af vatni, þar sem árnar Fáskrúð, Grímsá og Laxá í Miklaholtshreppi renna saman við ána.
Áin hentar best til veiða með einhendum, 9 – 10 feta stöngum og flotlínum. Þó getur það reynst gott að vera með stuttar tvíhendur eða Switch stangir við suma veiðistaði.