Straumfjarðará

Vesturland
Eigandi myndar: mbl.is

Veiðitímabil

20 júní – 19 september

Leyfilegt agn

Fluga

Fjöldi stanga

4 stangir

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús

Leiðsögn

Í boði

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Verðbil

heill dagur

65000 kr. – 153000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Straumfjarðará er með nafntoguðustu laxveiðiám landsins og er bæði gjöful og skemmtileg veiðiá. Áin á upptök sín í fjöllunum á norðanverðu Snæfellsnesi og dregur vatn í hana úr Baulárvallarvatni og uppsprettum Köldukvíslar í Kerlingarskarði. Einnig renna fjöldi smárra lækja og áa í Straumfjarðará, eftir því sem neðar dregur. Í neðri hluta árinnar bætist nokkuð við af vatni, þar sem árnar Fáskrúð, Grímsá og Laxá í Miklaholtshreppi renna saman við ána.

Áin hentar best til veiða með einhendum, 9 – 10 feta stöngum og flotlínum. Þó getur það reynst gott að vera með stuttar tvíhendur eða Switch stangir við suma veiðistaði.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið við Straumfjarðará stendur í landi Dals og er afleggjari að því frá þjóðveginum um Vatnaleið. Húsið var byggt árið 2005 og fellur einstaklega vel inn í mikilfenglegt landslag við ána. Í húsinu eru 5 tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi þar sem er bæði klósett og sturta. Saunaklefi er við húsið þar sem hægt er að láta þreytuna líða úr sér í lok veiðidags. Vöðlugeymsla, aðgerðarborð og laxakælir er einnig við húsið og setustofa er búin arni og er öll hin huggulegasta. Full þjónusta er í húsinu allan veiðitíman.

Kort og leiðarlýsingar

Frá Reykjavík eru um 150 km. vestur að Straumfjarðará og er ekið um Borgarnes, svo þjóðveg 54 (Snæfellsnesveg) að Vegamótum þjóðvegs 54 og 56. Þar er beygt til hægri og keyrt spölkorn að bænum Dal en þar er afleggjari til vinstri tekinn og keyrt að veiðihúsinu. Afleggjarinn er merktur með skilti sem á stendur Veiðihús Straumfjarðará.

Veiðisvæðið nær frá ósi og upp að fossinum Rjúkanda. Samtals um 12 km og telur 27 merkta veiðistaði

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 60 km / Reykjavík: 150 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 155 km

Áhugaverðir staðir

Snæfellsjökull og nágrenni, Eldborg

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélag Straumfjarðarár, Páll Ingólfsson s: 893-1135

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Straumfjarðará

Engin nýleg veiði er á Straumfjarðará!

Shopping Basket