Svalbarðsá er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð á Norðausturlandi, austan við Melrakkasléttu. Nokkrar laxveiðiár renna um Þistilfjörð og stærstar eru Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá. Þær eru nokkuð vatnsmiklar og straumharðar. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxanna og er algengt að 70% veiddra laxa megi flokka þannig. Veitt er í 2-3 daga í senn. Síðastliðin 9 ár hefur veiðin verið um 310 laxar að meðaltali.
Yfir hundrað laxar í Svalbarðaá
„Veiðitúrinn var fínn og töluvert að ganga af fiski í ána og stöngin mín fékk 12 laxa,“ sagði Jón Þorsteinn þegar við spurðum um veiðitúrinn í Svalbarðsá fyrir fáum dögum.