Svalbarðsá

Norðausturland
Eigandi myndar: Hreggnasi
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 14 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Svalbarðsá er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð á Norðausturlandi, austan við Melrakkasléttu. Nokkrar laxveiðiár renna um Þistilfjörð og stærstar eru Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá. Þær eru nokkuð vatnsmiklar og straumharðar. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxanna og er algengt að 70% veiddra laxa megi flokka þannig. Veitt er í 2-3 daga í senn. Síðastliðin 9 ár hefur veiðin verið um 310 laxar að meðaltali.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Nýtt og glæsilegt veiðihús var reist árið 2006. Það er 110 m2 að stærð með fjórum herbergjum, öllum með sturtu og klósetti. Sængur og koddar eru í húsinu en veiðimenn taka með sér sængurföt og allar hreinlætisvörur. Gott gasgrill er við húsið. Menn mega koma í húsið klukkustund áður en veiði hefst og þurfa að rýma það eigi síðar en klukkustund eftir að veiði lýkur á brottfarardegi. Sé þess óskast er hægt að fá fulla þjónustu.

Leiðarlýsing: eftir að ekið er í austur yfir brúna á Svalbarðsá er afleggjari til hægri, þar er skilti sem sýnir staðsetningu veiðihússins.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá neðsta veiðistað; Ósinn (nr. 1) og upp að Stórafossi (nr. 35). Samtals, um 17km

Veiðikort 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: um 30 km, Akureyri: 213 km og Reykjavík: 600 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 213 km

Áhugaverðir staðir

Fræðslusetrið um forystufé s: 852-8899, mail: forystusetur.is

Opnunartímar á sumartíma: 11:00 – 18:00 og samkvæmt óskum þar fyrir utan

Veiðileyfi og upplýsingar

Hreggnasi s: 577-2230 & 898-2230, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Svalbarðsá

Yfir hundrað laxar í Svalbarðaá

„Veiðitúrinn var fínn og töluvert að ganga af fiski í ána og stöngin mín fékk 12 laxa,“ sagði Jón Þorsteinn þegar við spurðum um veiðitúrinn í Svalbarðsá fyrir fáum dögum.

Lesa meira »
Shopping Basket