Svartá rennur um hinn forna Lýtingsstaðahrepp, með þjóðvegi 752. Góð veiði hefur verið í ánni undangengin ár og mikið veiðist af 50-60 cm urriða og nokkrir í kringum 70cm. Svartá er ekki þekkt fyrir magnveiði, heldur eru veiðimenn fyrst og fremst að sækja í stóra urriðann sem býr í ánni.