Svartá í Skagafirði

Norðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

15900 kr. – 15900 kr.

Tegundir

Veiðin

Svartá rennur um hinn forna Lýtingsstaðahrepp, með þjóðvegi 752. Góð veiði hefur verið í ánni undangengin ár og mikið veiðist af 50-60 cm urriða og nokkrir í kringum 70cm. Svartá er ekki þekkt fyrir magnveiði, heldur eru veiðimenn fyrst og fremst að sækja í stóra urriðann sem býr í ánni.

Gisting & aðstaða

Bændagisting

Sölvanes, bændagisting heima á bæ og í sérhúsi, ofarlega í dalnum, á mótum svæða 2 og 3. þar eru 15 rúm s: 453 8068

Gistihús

Steinsstaðir,  tjaldstæði og gisting s: 453 8812, https://www.hlinguesthouse.is/

Bakkaflöt, tjaldstæði, herbergi og sumarhús s: 453 8245, https://bakkaflot.tripcombined.com/

Veiðireglur

Unnið er að rannsóknum á stofnum árinnar til að byggja þá upp, og eru veiðimenn beðnir um að ganga um með gát og hlíta veiðireglum í einu og öllu. Óskað er eftir því að allur fiskur sé lengdarmældur og skráð númer slöngumerkja, sem kunna að vera við bakugga, og upplýsingarnar færðar til bókar. Veiðimenn eru beðnir um að sýna bændum tillitssemi og aka ekki um hlið eða túnslóða nema sýnt sé á korti að þar sé bílastæði.

Ánni er skipt í þrjú veiðisvæði:

Veitt er með tveimur stöngum á neðsta svæði, sem nær frá Reykjafossi að norðan og suður að brú fyrir neðan Starrastaði, þar sem malarvegur tekur við af malbikinu.

Annað svæðið er fyrir ofan brú við Starrastaði og að brú við Sölvanes sunnar í dalnum. Þar er veitt á eina stöng.

Þriðja svæðið er fyrir ofan brú við Sölvanes suður að Ýrarfellsfossi, sem er talsvert fyrir innan bæinn Gilhaga. Ekki má hinsvegar veiða fyrir landi Kornár, en sá bær er næsti bær við Sölvanes. Þarna er veitt á eina stöng.

Kort og leiðarlýsingar

Beygt er inn á veg 752 frá þjóðvegi 1, skammt sunnan við Varmahlíð

Neðri veiðimörk veiðisvæðisins eru við Reykjafoss. Það er um 20 km að lengd og nær upp að Ýrarfellsfossi í Svartárdal

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Varmahlíð: um 12 km / Akureyri: um 106 km / Reykjavík: um 305 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrflugvöllur: um 108 km

Áhugaverðir staðir

Byggðasafn Skagafjarðar s: 453-6173, glaumbaer.is

Hólar í Hjaltadal

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Svartá í Skagafirði

Engin nýleg veiði er á Svartá í Skagafirði!

Shopping Basket