Svínavatn í A-Húnavatnssýslu er vinsælt veiðivatn. Það er um 12 km² að flatarmali, í 123 m hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er 38 m. Vatnið er hluti af vatnakerfi Láxár í Ásum og er einnig miðlunarlón fyrir Laxárvirkjun. Í Svínavatni er aðallega urriði þó eining veiðist þar bleikja í einhverju magni. Tvær bleikjutegundir eru í vatninu og getur önnur þeirra orðið mjög væn, allt að 13 pundum, en veiðist þó frekar í net en á stöng. Reyndar er þyngdin á stærstu urriðunum mjög svipuð. Hin bleikjutegundin er frekar smá og veiðist oftast á stöng. Bestu stangveiðimöguleikarnir eru í vatninu sunnanverðu og við svokallaðar Klappir í landi Mosfells.
Mikill veiðiáhugi hjá Viktori Helga
Viktor Helgi fór í vikunni ásamt föður sínum, Hjalta, í Svínavatn í Húnavatnssýslu, tóku þeir samtals 5 smáa urriða þar, þrjá á lippu og tvo á 7gr svartan toby, var