Svínavatn í Húnaþingi

Norðvesturland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

1500 kr. – 1500 kr.

Tegundir

Veiðin

Svínavatn í A-Húnavatnssýslu er vinsælt veiðivatn. Það er um 12 km² að flatarmali, í 123 m hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er 38 m. Vatnið er hluti af vatnakerfi Láxár í Ásum og er einnig miðlunarlón fyrir Laxárvirkjun. Í Svínavatni er aðallega urriði þó eining veiðist þar bleikja í einhverju magni. Tvær bleikjutegundir eru í vatninu og getur önnur þeirra orðið mjög væn, allt að 13 pundum, en veiðist þó frekar í net en á stöng. Reyndar er þyngdin á stærstu urriðunum mjög svipuð. Hin bleikjutegundin er frekar smá og veiðist oftast á stöng. Bestu stangveiðimöguleikarnir eru í vatninu sunnanverðu og við svokallaðar Klappir í landi Mosfells. 

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Húnavellir s: 456–4500 & 691-2207, hotelhuni.com

Tjaldstæði

Tjaldsvæðið við Hótel Húnavelli s: 456-4500 & 691-2207, hotelhuni.com

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Þeir skulu hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar veiðimanna. Akstur utanvega er stranglega bannaður.

Kort og leiðarlýsingar

Farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km að vatninu

Veiðisvæðið er fyrir landi Stóra-Búrfells og Reykja, ásamt almenningi vatnsins ef menn eru með bát

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 20 km, Akureyri: 130 km, Reykjavík: 250 km og Reykjanesbær: 290

Áhugaverðir staðir

Hvítserkur: 65 km, Borgarvirki: 50 km, Kolugljúfur: 52 km og Vatnsdalshólar: um 20 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Svínavatn í Húnaþingi

Shopping Basket