Þingvallavatn er í sigdæld sem nær frá Langjökli suður í Hengil og frá Botnssúlum í vestri til Lyngdalsheiðar í austri. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi um 84 km² og er yfirborð þess í um 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpi vatnsins er 114 metrar og því nær það niður fyrir sjávarmál. Í vatninu eru 3 tegundir ferskvatnsfiska af þeim 5 sem finnast á Íslandi, urriði, bleikja og hornsíli. Talið er að þessar þrjár tegundir fiska hafi allar lokast inni í vatninu í kjölfar síðustu ísaldar þegar land lyftist við suðurenda Þingvallavatns. Um 9/10 af innstreymi vatns í Þingvallavatn ferðast neðanjarðar eftir sprungum að vatninu. Einn tíundi hluti er yfirborðsvatn sem kemur úr ýmsum lækjum og smáám en stærst þeirra er Öxará. Stangveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hverskonar báta eða er bönnuð. Mjög góð bleikjuveiði er í maí, júní og júlí, en bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin.
Hvað er að gerast í lífríki Þingvallavatns
„Þetta er ekkert í lagi að urriðinn sé illa haldinn í vatninu og ég hef ekki séð murtu í ÞIngvallavatni í fjögur ár,“ sagði veiðimaður sem hefur mikið veitt í