Þingvallavatn – þjóðgarður

Suðurland
Eigandi myndar: Þ.Blöndal
Calendar

Veiðitímabil

20 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Þingvallavatn er í sigdæld sem nær frá Langjökli suður í Hengil og frá Botnssúlum í vestri til Lyngdalsheiðar í austri. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi um 84 km² og er yfirborð þess í um 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpi vatnsins er 114 metrar og því nær það niður fyrir sjávarmál. Í vatninu eru 3 tegundir ferskvatnsfiska af þeim 5 sem finnast á Íslandi, urriði, bleikja og hornsíli. Talið er að þessar þrjár tegundir fiska hafi allar lokast inni í vatninu í kjölfar síðustu ísaldar þegar land lyftist við suðurenda Þingvallavatns. Um 9/10 af innstreymi vatns í Þingvallavatn ferðast neðanjarðar eftir sprungum að vatninu. Einn tíundi hluti er yfirborðsvatn sem kemur úr ýmsum lækjum og smáám en stærst þeirra er Öxará. Stangveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hverskonar báta eða er bönnuð. Mjög góð bleikjuveiði er í maí, júní og júlí, en bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Tjaldstæði er hægt að greiða fyrir í þjónustumiðstöðinni. Einungis er leyfilegt að tjalda á sérmerktum tjaldstæðum. Óheimilt er að nota tjaldvagna eða fellihýsi á tjaldstæðinu í Vatnskoti.

Veiðireglur

Öll veiði í Öxarárósi er bönnuð. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar. Enginn kvóti er á bleikju, en sleppa verður öllum urriðum. Fyrir 1. júní er eingöngu leyfð fluguveiði.

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlega beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega. Veiðikortið gildir fyrir landi þjóðgarðsins að undanskildu landi Kárastaða. Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Vegna rannsókna á urriða í Þingvallavatni eru veiðimenn beðnir að athuga hvort veiddir urriðar séu merktir. Merkin eru á baki urriðans neðan við bakuggann og geta verið einföld slöngumerki eða rafeindamerki. Framan af veiðitíma, þegar urriðar veiðast helst í þjóðgarðinum, þá er skylt að sleppa þeim að viðureign lokinni og reyndar hvatt til þess að gera það á öðrum veiðitímabilum líka. Leiðbeiningar varðandi merkta urriða sem sleppt er má sjá með því að smella hér. Ef merktum fiski er landað (ekki sleppt), þá má fá upplýsingar um hvernig á að bera sig að með því að smella hér.

 

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli til og með Leirutá. Hægt er að fá kort yfir veiðisvæðið um leið og veiðimenn skrá sig í þjónustumiðstöð. Aðgengi er mjög gott, en vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða við Vatnskot en þar má finna bryggjur. Þar eru  smáhýsi með snyrti- og eldunaraðstöðu og upplýsingum um vatnið  og lífríki þess.

Helstu veiðistaðir eru í Lambhaga, Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáða, Lambhaga  Nautatanga og Hallvík

 

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 37 km, Reykjavík: 66 km, Reykjanesbær: 107 km og Akureyri: 390 km

Veitingastaðir

Þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins að Leirum, s: 482-2660, thingvellir.is/thjonusta

Áhugaverðir staðir

Þingvellir; Gamla-Alþingi, Almannagjá, Þingvallarkirkja, Silfra köfun og fl.

Veiðileyfi og upplýsingar

Þingvallarvatn er hluti af Veiðikortinu

Dagskort fást í þjónustumiðstöðinni við vatnið og þar geta elli- og örorkulífeyrisþegar fengið veiðileyfi fyrir sumarið endurgjaldslaust

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Þingvallavatn – þjóðgarður

Urriðinn illa haldinn í Þingvallavatni

„Við erum búinn að eiga bústað við vatnið í mörg ár og við höfum aldrei séð urriðan svona illa haldinn, hann er eins og niðurgöngulax, virðist hafa lítið æti,“ sagði veiðimaður

Lesa meira »

Veiðimenn víða að veiða

Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hafa veiðimenn víða verið að veiða og einhverjir að fá góðan afla.  Ísinn er þykkur og það þarf mikla hláku til að hann hörfi af vötnum landsins.

Lesa meira »

Flott bleikja úr Þingvallavatni

„Já við vorum að koma úr Þingvallavatni og þetta var fín veiðiferð,“ sagði Ævar Sveinsson þegar við heyrðum í honum og syni hans Hilmi Dan en hann veiddi þessa flottu

Lesa meira »

Bleikjan er mætt á Þingvöllum

„Það er alveg ofboðslega mikið líf hérna. Fuglinn á fleygiferð um allt, krían er komið, birkið farið að taka vel við sér og fiskur víða í uppítöku,“ sagði Óskar Örn

Lesa meira »

Sá stærsti úr Þingvallavatni í vor

Sænski veiðimaðurinn Erik Cullin heimsótti Þingvallavatn í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum. Hann er afar reyndur veiðimaður og hefur veitt víða um heim. Hann var á höttunum eftir ísaldarurriða eins

Lesa meira »

Flott bleikja á Þingvöllum

Á hverju ári bætast ungir veiðimenn í hópinn víða um land, þegar þeir fá fyrsta fiskinn og fyrstu tökuna. Bryggjurnar eru vinsælar og líka vötnin víða um landið. Þar er

Lesa meira »
Shopping Basket