Um er að ræða tvö tveggja stanga veiðisvæði, Þorsteinsvík og Ölfusvatnsós. Deginum er skipt í tvennt og veiðir fólk hálfan dag á hvoru svæði
Þorsteinsvík: Ekið er inn afleggjara að bóndabænum Nesjum og keyrt eftir heimreiðinni. Þegar um 300-400 metrar eru í bóndabæinn er beygt til hægri. Sá slóði liggur beint niður í Þorsteinsvík. Veiðimenn leggja bílum sínum í sandfjörunni. Víkinni er skipt í tvennt, á virkum dögum fylgir öll víkin ION-veiðisvæðinu en um helgar fylgir suðurhluti hennar ekki með. Hann er þeim megin sem keyrt er að Þorsteinsvík, sandruðningur fyrir miðri vík skilur veiðisvæðin að.
Ölfusvatnsós: Þegar keyrt er í Ölfusvatnsós er keyrður Grafningsvegur efri 360 að Ljósafossvirkjun. Þar er beygt niður af veginum við Ölfusvatnsá og bílnum lagt á lítið bílastæði við enda slóðans. Þaðan ganga menn niður að Ölfusvatnsósi. Veiðisvæðið nær frá girðingu rétt norðan við ósinn að girðingu við Villingavatnsá. Urriðin getur legið nálægt fjörunni þegar illa viðrar.