ION veiðisvæðið á Þingvöllum, er án efa eitt besta stór-urriðaveiðisvæði á Íslandi. Iceland Outfitters og ION fishing hafa gert með sér samkomulag um sölu á sumar- og haustdögum sem munu eflaust falla vel í geð vaskra veiðimanna. Árlega veiðast urriðar vel yfir 20 pund og fá veiðisvæði á Íslandi eru jafn gjöful og ION svæðið. Hér hafa margir draumafiskar náðst á land á síðustu árum og eflaust eiga margir eftir að veiða stærsta fisk lífs síns á svæðinu.