Þingvallavatn – ION svæðið

Suðurland
Eigandi myndar: ioveidileyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

15 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

ION veiðisvæðið á Þingvöllum, er án efa eitt besta stór-urriðaveiðisvæði á Íslandi. Iceland Outfitters og ION fishing hafa gert með sér samkomulag um sölu á sumar- og haustdögum sem munu eflaust falla vel í geð vaskra veiðimanna. Árlega veiðast urriðar vel yfir 20 pund og fá veiðisvæði  á Íslandi eru jafn gjöful og ION svæðið. Hér hafa margir draumafiskar náðst á land á síðustu árum og eflaust eiga margir eftir að veiða stærsta fisk lífs síns á svæðinu.

Gisting & aðstaða

Hótel

 ION hótelið er skammt frá veiðisvæðinu en þar er boðið uppá frábæran mat í hádeginu og á kvöldin

Veiðireglur

Ekki er heimilt að veiða sunnan megin í Þorsteinsvík á laugardögum og sunnudögum en þá tilheyrir svæðið sumarbústaðaeigendum. Ávallt eru 2 stangir seldar saman í einum pakka. Kaupi menn ekki allt svæðið, skulu veiðimenn hittast fyrir utan ION-hótelið kl. 07:45 og draga um hvoru megin skal byrja að veiða. Séu menn ekki mættir kl. 07:50 leyfist þeim sem kominn er að velja hvar hann byrjar en svo skipta menn í hádeginu.

Ef veiðimenn landa merktum fiskum í Ölfusvatnsárósi eru þeir vinsamlega beðnir að setja þá í kassa sem staðsettur er í ánni við ósinn. Einnig ef veiðimenn fá óvenjulega stóra fiska eða skrýtna þá er gott ef þeir setja þá í kassa. Vinsamlegast hringið í númerið hjá Jóhannesi sem er á kassanum.

Veiðibók: Veiðibók er í kjallara ION-hótelsins og eru menn skyldugir að skrá allan afla í lok dags. Einnig er hægt að senda veiðitölur á [email protected]

Kort og leiðarlýsingar

Um er að ræða tvö tveggja stanga veiðisvæði, Þorsteinsvík og Ölfusvatnsós. Deginum er skipt í tvennt og veiðir fólk hálfan dag á hvoru svæði

Þorsteinsvík: Ekið er inn afleggjara að bóndabænum Nesjum og keyrt eftir heimreiðinni. Þegar um 300-400 metrar eru í bóndabæinn er beygt til hægri. Sá slóði liggur beint niður í Þorsteinsvík. Veiðimenn leggja bílum sínum í sandfjörunni.  Víkinni er skipt í tvennt, á virkum dögum fylgir öll víkin ION-veiðisvæðinu en um helgar fylgir suðurhluti hennar ekki með. Hann er þeim megin sem keyrt er að Þorsteinsvík, sandruðningur fyrir miðri vík skilur veiðisvæðin að.

Ölfusvatnsós: Þegar keyrt er í Ölfusvatnsós er keyrður Grafningsvegur efri 360 að Ljósafossvirkjun. Þar er beygt niður af veginum við Ölfusvatnsá og bílnum lagt á lítið bílastæði við enda slóðans. Þaðan ganga menn niður að Ölfusvatnsósi. Veiðisvæðið nær frá girðingu rétt norðan við ósinn að girðingu við Villingavatnsá. Urriðin getur legið nálægt fjörunni þegar illa viðrar.

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: um 80 km, Reykjavík: um 50 km, Rekjanesbær: 86 km og Akureyri: 413 km

Áhugaverðir staðir

Þingvellir; Gamla-Alþingi, Almannagjá, Þingvallarkirkja, Silfra köfun og fl.

Veiðileyfi og upplýsingar

IO veiðileyfi – ION Svæðið

Iceland Outfitters, s: 466-2680, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 14:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Þingvallavatn – ION svæðið

Engin nýleg veiði er á Þingvallavatn – ION svæðið!

Shopping Basket