Þingvallavatn – Villingavatn

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

7500 kr. – 24800 kr.

Tegundir

Veiðin

Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir fallega urriða marga hverja stóra. Tjörnin hefur hingað til verið hálfgert leyndarmál nokkurra veiðimanna. Urriðinn er af Þingvallastofni og stærðin og grimmdin eftir því. Vatnið er lítið og grunnt og of má sjá straumrastir í yfirborðinu eftir boltafiska. 

Svæði B í landi Villingavatns getur gefið góða veiði á urriða. Þótt veiðin geti verið góð á öllu svæðinu, eru tangarnir tveir yfirleitt bestir. Við vestari tangann er grynning sem hægt er að vaða út á; þar tekur við kantur sem fiskur liggur oft við. Þarna er bæði urriði og bleikja en þó helst urriði á vorin.

Veiðireglur

Leyfðar eru 4 stangir í Tjörnina, en 2 stangir á Svæði B. Veiðitímabilið er frá 1. apríl – 30. september í Tjörninni, en frá 15. apríl – 15. september á svæði B.

Kort og leiðarlýsingar

Tjörninni er skipt í tvö veiðisvæði, vestur- og austurbakka, og veiða tvær stangir hvorn bakka í senn. Svæði B nær frá bílastæði og austur fyrir tanga við Hellisvík.

Veiðikort af svæðinu  (Tjörnin)

Veiðikort af svæðinu (B svæðið)

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 28 km, Reykjavík: 53 km, Reykjanesbær: 90 km og Akureyri: 417 km.

Áhugaverðir staðir

Þingvellir; Gamla-Alþingi, Almannagjá, Þingvallarkirkja, Silfra köfun og fl.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Þingvallavatn – Villingavatn

Engin nýleg veiði er á Þingvallavatn – Villingavatn!

Shopping Basket