Urriðafoss í Þjórsá er ein af þekktum náttúruperlum Íslands en um hann fer gífurlegt magn af laxi, aðallega í júní. Þjórsá geymir einn stærsta, villta laxastofn landsins og er stangveiði í Urriðafossi oft eins og ævintýri. Stangveiði í fossinum hófst ekki fyrr en árið 2017 en hann hefur þó strax skipað sér í fremstu röð meðal bestu laxveiðisvæða landsins. Veiðin 2020 var 990 laxar og sumarið 2019 komu 747 laxar á land.
Þjórsártún er Austurbakki Þjórsár móts við Urriðafoss. Stangveiðin í Þjórsártúni er tilraunaverkefni sem skilar nýjum upplýsingum á hverju ári. Það er komin lítil reynsla á stangveiði á svæðinu og einungis veitt á stöng þá daga vikunar sem netin eru ekki í ánni eða á hvíldardögum netabænda.