Urriðafoss – Þjórsártún

Suðurland
Eigandi myndar: ioveidileyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

5 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 50000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Urriðafoss í Þjórsá er ein af þekktum náttúruperlum Íslands en um hann fer gífurlegt magn af laxi, aðallega í júní. Þjórsá geymir einn stærsta, villta laxastofn landsins og er stangveiði í Urriðafossi oft eins og ævintýri. Stangveiði í fossinum hófst ekki fyrr en árið 2017 en hann hefur þó strax skipað sér í fremstu röð meðal bestu laxveiðisvæða landsins. Veiðin 2020 var 990 laxar og sumarið 2019 komu 747 laxar á land.

Þjórsártún er Austurbakki Þjórsár móts við Urriðafoss. Stangveiðin í Þjórsártúni er tilraunaverkefni sem skilar nýjum upplýsingum á hverju ári. Það er komin lítil reynsla á stangveiði á svæðinu og einungis veitt á stöng þá daga vikunar sem netin eru ekki í ánni eða á hvíldardögum netabænda.

Veiðireglur

Veiðibók er í kassa við þjóðveg 1 þar sem keyrt er niður að Urriðafossi. Menn eru vinsamlega beðnir um að skrá allan afla.

Kort og leiðarlýsingar

Alls eru 4 stangir seldar fyrir landi Þjórsártúns og skiptist veiðisvæðið í tvennt efri hluta og neðri hluta. Lagt er upp með 3 klst. skiptingu og eru 2 stangir á hvoru svæði. Veiðimenn bera ábyrgð á svæðaskiptingum en lagt er til að fólk hittist á þjóðvegi 1, við afleggjarann niður að Urriðafossi, að morgni kl. 06:45.
Efra svæði: Nær frá efsta odda Heiðartanga og niður fyrir nýju brú
Neðra svæði: Byrjar um 200 metrum fyrir neðan nýju brú og nær að veiðimörkum fyrir neðan Urriðafoss. Aldrei má veiða með meira en 2 stöngum á hvoru svæði hverju sinni.
Í júní og fyrrihluta júlí hefur litli fossinn og Urriðafossbreiðan gefið best en svo þegar líður á júlí hefur Kláfurinn komið sterkur inn

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Urriðafoss – Þjórsártún

Engin nýleg veiði er á Urriðafoss – Þjórsártún!

Shopping Basket