Torfdalsvatn er í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Það er um 0,5 km² að flatarmáli, nokkuð djúpt og í 52 m hæð yfir sjó. Vegasamband er gott, því að þjóðvegurinn liggur með því vestanverðu. Mikið er af góðri bleikju í vatninu og urriðinn er vænn. Lengi var vatnið ekki nýtt vegna munnmæla um baneitraða öfugugga. Eftir að netaveiðar höfðu verið stundaðar um tíma fór fiskurinn að stækka og braggast.