Tungnaá er að stofni til jökulá en hefur verið tær síðan hún var virkjuð árið 2014. Þetta er frekar lítil á og umhverfi hennar sérstakt, þar sem hún liðast kristaltær niður stórbrotinn jökulfarveg. Í ánni er að finna staðbundna bleikju sem getur orðið allvæn, eða allt að 10 pund. Meðalþyngt er um 3 pund og ekki er óalgengt að fá 5 – 6 punda fiska. Einnig er að finna urriða í ánni. Veiði í Tungnaá getur verið stórskemmtileg, mikið um sjónveiði með púpum eða þurrflugum.