Úlfljótsvatn er bergvatn, enda afrennsli Þingvallavatns. Töluverður straumur er í vatninu þar sem gegnumrennsli er að meðaltali 90 þúsund lítrar á sekúndu. Vatnið er um 4 km² að stærð, er í 80 m hæð yfir sjávarmáli og er rétt yfir 20 m þar sem það er dýpst. Mest veiðist af bleikju en einnig nokkur urriði. Algengasta stærð fiskanna er hálft til tvö pund en veiði á stærri fiski hefur aukist hin síðari ár. Besti tíminn er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Flott veiði á þjóðhátíðardaginn
„Við Siggi bróðir kíktum í Úlfljótsvatn í þjóðhátíðarskapi 17. júní,“ sagði Ásgeir Ólafsson um veiðferð þeirra bræðra í Úlfljótsvatn, sem gaf væna fiska. „Það var ekkert blíðskaparveður á svæðinu en það