Úlfljótsvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Úlfljótsvatn er bergvatn, enda afrennsli Þingvallavatns. Töluverður straumur er í vatninu þar sem gegnumrennsli er að meðaltali 90 þúsund lítrar á sekúndu. Vatnið er um 4 km² að stærð, er í 80 m hæð yfir sjávarmáli og er rétt yfir 20 m þar sem það er dýpst. Mest veiðist af bleikju en einnig nokkur urriði. Algengasta stærð fiskanna er hálft til tvö pund en veiði á stærri fiski hefur aukist hin síðari ár. Besti tíminn er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Hægt er að kaupa gistinu á skipulögðu tjaldsvæði skátanna, en þar er mjög góð aðstaða til útilegu. Frekari upplýsingar má finna á ulfljotsvatn.is , meðal annars hvað snertir margs konar afþreyingu á staðnum, s.s. bátaleigu og þess háttar.

Veiðireglur

Allir veiðimenn þurfa að tilkynna sig ÁÐUR EN FARIÐ ER TIL VEIÐA í þjónustuhúsi á tjaldsstæði. Skráningarbók er í aðalsal og þar er alltaf opið. Skrá þarf allan afla að lokinni veiði í veiðibók í þjónustuhúsi á tjaldsstæðinu eða með því að smella hér fyrir rafræna skráningu. Snyrtileg umgengni er skilyrði og bannað er að skilja eftir rusl við vatnið.

Allur akstur utan vega og slóða er stranglega bannaður. Veiðikortshafar sem valda umhverfisspjöllum eru ábyrgir gagnvart landeiganda.

Veiðiskýrslur má sækja á vef Veiðikortsins og prenta út. Ef merktur fiskur veiðist, ber að geta þess í veiðiskýrslu.

Ekki er heimilt að koma með eigin báta til veiða í Úlfljótsvatni nema í samráði við landeigendur á hverjum stað

Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær í norður að landamerkjum við Steingrímsstöð og í suðri að landamerkjum við Írafoss. ATH. AÐ SVÆÐI 2 ER EKKI INN Í VEIÐIKORTINU

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 24 km, Reykjavík: 55 km, Reykjanesbær: 93 km og Akureyri: 416 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Útilífsmiðstöð skáta, s: 482-2674, [email protected]

Vesturbakki vatnsins er hluti af Veiðikortinu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Úlfljótsvatn

Boltableykja úr Úlfljótsvatni

Silungsveiðin gengur víða feiknavel og veiðimenn að fá flotta fiska. Veiðimenn á öllum aldri fjölmenntu til veiða í Hlíðarvatni í Selvogi á sunnudaginn og veiddu vel, flottir fiskar og sumir

Lesa meira »

Flottur fiskur úr Úlfljótsvatni

„Við erum búin að fara víða og veiða, ég og konan, vorum í Hestvatni í gærdag og veiddum sæmilega,“ sagði Atli Valur Arason í samtali en veiðislóðirnar eru fyrir austan fjall. „Við

Lesa meira »
Shopping Basket