Úlfljótsvatn er bergvatn, enda afrennsli Þingvallavatns. Töluverður straumur er í vatninu þar sem gegnumrennsli er að meðaltali 90 þúsund lítrar á sekúndu. Vatnið er um 4 km² að stærð, er í 80 m hæð yfir sjávarmáli og er rétt yfir 20 m þar sem það er dýpst. Mest veiðist af bleikju en einnig nokkur urriði. Algengasta stærð fiskanna er hálft til tvö pund en veiði á stærri fiski hefur aukist hin síðari ár. Besti tíminn er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Ævintýri við Úlfljótsvatn og flottir fiskar
„Það var hæg breytileg átt og stillt veður með smá súld inn á milli,” sagði Daniel G Haraldsson þegar hann fór að veiða á Úlfljótsvatni með vini sínum. „Dagurinn byrjaði með smá