Úlfljótsvatn er bergvatn, enda afrennsli Þingvallavatns. Töluverður straumur er í vatninu þar sem gegnumrennsli er að meðaltali 90 þúsund lítrar á sekúndu. Vatnið er um 4 km² að stærð, er í 80 m hæð yfir sjávarmáli og er rétt yfir 20 m þar sem það er dýpst. Mest veiðist af bleikju en einnig nokkur urriði. Algengasta stærð fiskanna er hálft til tvö pund en veiði á stærri fiski hefur aukist hin síðari ár. Besti tíminn er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.
Flott veiði í Úlfljótsvatni – aldrei veitt minni fisk en þrjú pund
„Við Sigurður bróðir kíktum í Úlfljótsvatn fyrir skömmu og það var bara mjög gaman,“ sagði Ásgeir Ólafsson þegar við heyrðum aðeins í honum, en hann veiðir mikið og fer á