Urðhæðavatn er í 447 m hæð yfir sjó og um 1.1 km² að flatarmáli. Það heyrir ekki undir veiðifélag Arnarvatnsheiðar heldur jörðina Gilsbakka. Vatnið er talið mjög gott veiðivatn og er spennandi kostur fyrir veiðimenn sem leggja leið sína á heiðina. Það er norðvestan við Úlfsvatn og ekki er langt á milli vatnsins og Nyrðra-Kvíslavatns. Það ætti ekki að vefjast fyrir röskum veiðimönnum að að rölta þessar vegalengdir.