Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska. Sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Margir stórir staðbundnir urriðar veiðast ár hvert ásamt sjóbirtingum, um og yfir 80 cm. Varmá er tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangaveiðinnar. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis er kvótinn 1 fiskur á hverja stöng á dag. Veiða má og sleppa að vild eftir það. Meðalveiði er um 500 fiskar árlega, en það þyrfti að bæta úr skráningu.