Varmá

Suðurland
Eigandi myndar: Icelandoutfitters
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðikofi
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

11000 kr. – 32000 kr.

Veiðin

Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska. Sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Margir stórir staðbundnir urriðar veiðast ár hvert ásamt sjóbirtingum, um og yfir 80 cm. Varmá er tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangaveiðinnar. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis er kvótinn 1 fiskur á hverja stöng á dag. Veiða má og sleppa að vild eftir það. Meðalveiði er um 500 fiskar árlega, en það þyrfti að bæta úr skráningu.

Gisting & aðstaða

Veiðikofi

Nýtt veiðihús var tekið í notkun vorið 2017 og er það staðsett við enda götunnar Sunnumarkar, ofan við þjóðveginn. Þar geta veiðimenn hlýjað sér, snætt nestið sitt og skráð aflann í veiðibókina.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 1 fisk á stöng á dag eftir 1. júní. Fram að þeim tíma er veitt & sleppt. Við hvetjum veiðimenn til að sleppa stóru birtingunum.

Í upphafi veðidags skulu allir veiðimenn mæta í veiðikofann sem staðsettur er við Sunnumörk, 15 mínútum fyrir veiðitíma, til þess að draga um svæði og fá kynningu frá veiðiverði. Ef veiðimenn komast ekki á tilsettum tíma eru þeir beðnir að senda SMS til veiðivarðar. Í lok veiðidags skal allur afli færður til bókar. Ef undantekningartilvik koma upp þar sem veiðimenn ná ekki að færa afla til bókar er hægt að senda veiðiverði SMS og hann skráir.

Ef veiðimenn verða varir við veiðiþjófnað eða brot á veiðireglum skal það tilkynnt tafarlaust til veiðivarðar. Ef veiðimaður fær regnbogasilung skal hann undantekningarlaust drepinn og tilkynntur til veiðivarðar. Nauðsynlegt er að loka öllum hliðum sem eru á veiðivegum.

Kort og leiðarlýsingar

Varmá (Þorleifslækur) er í heild sinni hátt í 20 kílómetrar. Varmá rennur um Hveragerði og eftir að hún hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó.

Hægt er að nálgast flott kort af ánni hér

Varmá er skipt í þrjú veiðisvæði og er skipt um svæði á tveggja klukkutíma fresti.

Svæði 1 – Frá brúnni fyrir neðan Reykjafoss niður að Stöðvarbreiðu

Svæði 2 – Frá Stöðvarbreiðu niður að þrengingunni fyrir ofan Teljarann

Svæði 3 – Frá Teljara niður að Gömlu Stíflu

Frísvæði –  Frísvæðin í Varmá eru fyrir neðan Gömlu Stíflu og fyrir ofan brúnna fyrir neðan Reykjafoss.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Varmá rennur í gegnum Hveragerði, Reykjavík: 48 km, Akureyri: 418 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjarvíkurflugvöllur: 48 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568-6050, [email protected]

Veiðiverðir: Sigurður Már s:  823 5469   (Sigurður er veiðivörður 1.-16. apríl, maí, júlí og september) Björn s: 852 0118   (Björn er veiðivörður 16.-30. apríl, júní, ágúst og október).

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Varmá

Engin nýleg veiði er á Varmá!

Shopping Basket