Vatnamót eru einn besti og gjöfulasti veiðistaður á Íslandi. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur, en einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km svæði.
Veiðiveisla og mok í Vatnamótum í blíðunni
„Við strákarnir áttum hreint út sagt draumadaga í Vatnamótunum og veiðin var meiriháttar,” segir Samúel Jónsson sem er ennþá að jafna sig eftir mokveiðina í Vatnamótunum og bætir við; „veðrið