Vatnamót eru einn besti og gjöfulasti veiðistaður á Íslandi. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur, en einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km svæði.
Frábær veiði í Vatnamótum og Fossálum
Hollið sem kláraði í dag landaði 25 sjóbirtingum, þar af 3 yfir 80 cm og marga á milli 70 og 80 cm. Allgerlega geggjuð veiði hjá þeim félögum. Einn úr hópnum fékk