Vesturhópsvatn er um 10.3 km² að stærð og í um 19 metra hæð yfir sjávarmáli. Það hefur verið mælt dýpst um 28 metrar. Umhverfi vatnsins er mjög fagurt og gnæfir Borgarvirki, 177 m hátt, yfir austurhluta þess. Allgóður fiskur er í vatninu, mest bleikja en einnig er að finna urriða og murtu. Bleikjan og urriðinn sem veiðast er allt að 3-4 pund en þorrinn er smærri. Sjóbirtings og laxavon er einnig þarna enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra fiska úr vatninu, allt að 6 til 7 kg sjóbirtinga á seinni árum. Stærstu skráðu fiskar eru 12 kg sjóbirtingur árið 1988 og 12 kg vatnaurriði árið 1993.
Flottir fiskar úr Vesturhópsvatni
Flottur fiskur hjá Sturlaugi Hrafni í Vesturhópsvatn „Vesturhópsvatn er vatn sem ég hef veitt í alveg frá 5 ára aldri en þar eigum við fjölskyldan sumarbústað,“ segir Sturlaugur Hrafn Ólafsson