Vesturhópsvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: svfk.is
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Vesturhópsvatn er um 10.3 km² að stærð og í um 19 metra hæð yfir sjávarmáli. Það hefur verið mælt dýpst um 28 metrar. Umhverfi vatnsins er mjög fagurt og gnæfir Borgarvirki, 177 m hátt, yfir austurhluta þess. Allgóður fiskur er í vatninu, mest bleikja en einnig er að finna urriða og murtu. Bleikjan og urriðinn sem veiðast er allt að 3-4 pund en þorrinn er smærri. Sjóbirtings og laxavon er einnig þarna enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra fiska úr vatninu, allt að 6 til 7 kg sjóbirtinga á seinni árum. Stærstu skráðu fiskar eru 12 kg sjóbirtingur árið 1988 og 12 kg vatnaurriði árið 1993.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Mjög gott hús er við vatnið með tveimur aðskildum íbúðum undir sama þaki. Í hvorri íbúð, sem eru um 50m2, er svefnpláss fyrir 8 – 10 manns. Húsið er rafvætt, eldavél með bakarofni og öll helstu raftæki. Baðherbergin eru með sturtu. Á staðnum eru gasgrill fyrir hvora íbúð. Góðar flatir eru við húsið þar sem gott er að leggja t.d. fellihýsum og tenglar staðsettir bak við húsið. Gestum er heimilt að koma í hús kl. 15.00 á komudegi og skulu vera búnir að rýma húsið fyrir kl. 14 á brottfarardegi. Íbúðunum skal skila af sér vel þrifnum og allt rusl fjarlægt í gáma sem eru stutt frá húsinu. Gestir leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, viskustykki og borðtuskur.

Tímabilið frá 2/6-11/8 ein íbúð (sumar): Sólarhringsleiga frá mánud. – föstud. verð kr. 18.700  /  Helgarleiga frá föstud. – mánud. kr. 56.100. (Allt innifalið í verði, þ.e. íbúðin, veiðileyfi fyrir 4 stangir og afnot af báti).

Tímabilið frá 11/8-2/6 ein íbúð (haust,vetur,vor):  Sólarhringsleiga frá sunnud. – föstud. verð kr. 16.500  /  Helgarleiga frá föstud. – sunnud. (tveir sólarhringar) kr. 33.000. (Allt innifalið í verði, þ.e. íbúðin, veiðileyfi fyrir 4 stangir og afnot af báti).

Veiðireglur

Fjórar stangir fylgja hvorri íbúð fyrir sig, en engin takmörk eru á stöngum fyrir börn yngri en 12 ára. Leyfð er veiði allt árið um kring, ef tíðin leyfir.

Kort og leiðarlýsingar

Ekinn er þjóðvegur 1 sem leið liggur norður í land um Hvalfjarðargöng. Ekið er framhjá afleggjaranum inn að Hvammstanga og eknir um 6,5 km í viðbót eða þar til beygt er til vinstri inn á Vatnsnesveg nr. 711. Þar er ekið sem leið liggur inn að vatninu um 11 km leið. Beygt er til hægri inn að einu sumarhúsabyggðinni sem staðsett er vestanmegin við vatnið. Fylgt er eftir vegslóðanum um 700 m þar til heimreið merkt SVFK blasir við.

Veiðisvæðið er öll strandlengjan innan veiðimarka, sem afmarkast annarsvegar af Klambranesi og hinsvegar af læknum Kýrlági sem er rétt sunnan við syðsta sumarbústaðinn.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 40 km, Akureyri: 185 km, Borganes: 137 km, Reykjavík: 212 km og Reykjanesbær: 254 km.

Veitingastaðir

Víðigerði: 8 km.

Áhugaverðir staðir

Borgarvirki: 4 km, Hvítserkur: 24 km og Kolugljúfur 16 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

vefverslun.svfk.is

SVFK, Hafnargötu 15 eh, 230 Keflavík, s: 421-2888, [email protected].

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Vesturhópsvatn

Flottir fiskar úr Vesturhópsvatni

Flottur fiskur hjá Sturlaugi Hrafni í Vesturhópsvatn „Vesturhópsvatn er vatn sem ég hef veitt í alveg frá 5 ára aldri en þar eigum við fjölskyldan sumarbústað,“ segir Sturlaugur Hrafn Ólafsson

Lesa meira »
Shopping Basket