Vikravatn er í Norðurárdalshreppi í Mýrarsýslu. Það er 0,8 km² og í 275 m hæð yfir sjó. Úr því rennur Skammá áleiðis til Langavatns. Um það bil tveggja tíma gangur er að því frá Selvatni sem er vestan Hreðavatns. Leiðin er öll talsvert á fótinn en er sú skásta sem völ er á. Nokkuð er af bleikju í vatninu. Annar stofn af bleikju, af Þingvallarstofni, og urriði var settur í vatnið og mun það hafa gefið góða raun. Mest af bleikjunni í Vikravatni er eins til tveggja punda fiskar en þó veiðast oft upp í þriggja punda bleikjur.