Vatnið er um 0.14 km² að flatarmáli, um þriggja metra djúpt og er í 15 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu eru bæði sjóbirtingar og bleikjur sem ganga upp Skaftá og þaðan um læk inn í Víkurflóð. Auk þess er staðbundin bleikja og urriði í vatninu. Stærð fiska er allt frá smáfiski upp í 5-6 punda fiska. Sjóbirtingur finnst víðast hvar, einnig í sefinu sunnanmegin í vatninu. Þegar líður á sumarið vex gróðurhringur upp úr vatninu sem getur gert spúnaveiði erfiða. Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags.