Víkurvatn

Austurland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi

Tegundir

Veiðin

Víkurvatn er staðsett á Víkurheiði ofan við Vöðluvík, ekki langt sunnan við vegarslóðann sem liggur frá Eskifirði í Vöðluvík. Ekki mörg vötn á Íslandi eru almenningur en það á við um Víkurvatn og þar mega því allir veiða. Mikið er af urriða í vatninu og er hann með afbrigðum skemmtilegur viðureignar þrátt fyrir smæð sína. Þokkalega veiðist á allt löglegt agn og þeir sem velja að nota flugu beita oft ýmiss konar púpum. Mikið er um eins punda fiska en eins fá menn einn og einn stærri inn á milli.  

Gisting & aðstaða

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Eskifjörður: 17 km, Neskaupstaður: 40 km, Egilsstaðir: 66 km, Akureyri: 313 og Reykjavík: 700 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er almenningur og því er öllum leyfilegt að veiða sér að kostnaðarlausu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Víkurvatn

Engin nýleg veiði er á Víkurvatn!

Shopping Basket