Ytra-Deildarvatn er á austanverðri Melrakkasléttu. Það er 1,3 km², fremur grunnt og í 38 m hæð yfir sjó. Í það renna Fremri-Deildará, Ölduá og ýmsir lækir. Deildará, sem er góð laxveiðiá, rennur úr því til sjávar. Í Ytra Deildarvatni er góð silungsveiði, mest urriði. Ekið er útaf Raufarhafnarvegi (874) í vestur ca 3 kílómetra frá flugvelli. Slóðinn er 1.5 km langur og einungis fær 4×4 bílum.