Ytra-Deildarvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3500 kr. – 3500 kr.

Tegundir

Veiðin

Ytra-Deildarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu austanverðri. Það er 1,3 km², fremur grunnt og í 38 m hæð yfir sjó. Í það renna Fremri-Deildará, Ölduá og ýmsir lækir. Deildará, sem er góð laxveiðiá, rennur úr því til sjávar. Í Ytra Deildarvatni er góð silungsveiði, bleikja og urriði. Lax gengur þar um á haustin til Fremri-Deildarár og er þess vegna ekki stunduð þar netaveiði. Frá þjóðvegi til Ytra-Deildarvatns eru 4,5 km og akfært að því frá tveimur stöðum, um flugvöllinn skammt austan vatnsins og frá bænum Hóli.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Norðurljós, s: 465-1233, hotelnordurljos.is

Gistihús

Gistihúsið Hreiðrið, s: 472-9930, nesthouse.is

Tjaldstæði

Tjaldsvæði s: 465-2254

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um svæðið og taka með sér allt rusl. Ekki er leyfilegt að tjalda við vatnið. Öll netaveiði er stranglega bönnuð! Það er með öllu óheimilt að veiða í 100 m radíus frá ós Deildarár.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Raufarhöfn: 13 km, Húsavík: 127 km, Egilsstaðir: 258 km, Akureyri: 203 km, Reykjavík: 590 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Nanna S. Höskuldsdóttir, Höfða s: 868-8647, [email protected]

Með veiðileyfum í Deildará fylgja tvær stangir án aukakostnaðar í Ytra Deildarvatn; Salmon Fishing Iceland, s: 899-3702

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Ytra-Deildarvatn

Engin nýleg veiði er á Ytra-Deildarvatn!

Shopping Basket