Haffjarðará er ein af þekktustu laxveiðiám landsins. Hún rennur um stórbrotið umhverfi Rauðhálsahrauns og Eldborgarhrauns á leið til sjávar. Mikið er af góðum veiðistöðum í ánni og má þar helst nefna Kvörnina, Grettir, Sauðhyl, Urðina, og Nesenda. Haffjarðará er að nokkuð sérstök að því leyti að hún er að öllu sjálfbær og engum seiðum er sleppt í hana. Veiðin hefur nokkuð sveiflast í gegnum tíðina og hefur farið úr tæplega 500 löxum og upp í rúmlega 2000 laxa yfir árið í seinni tíð.
Ævintýraleg veiði í Haffjarðará – aðeins sex stangir
Rigningin sem átti að koma kom ekki, laxveiðin hefur lítið lagast enda þurrkur verið viku eftir viku. En veiðitölurnar eru komnar enn eina vikuna og þær bjóða uppá súra rétti