Ævintýraleg veiði í Haffjarðará – aðeins sex stangir

Rigningin sem átti að koma kom ekki,  laxveiðin hefur lítið lagast enda þurrkur verið viku eftir viku. En veiðitölurnar eru komnar enn eina vikuna og þær bjóða uppá súra rétti víða.

Ytri Rangá er örugglega á toppnum og verður það áfram, 1800 laxa á land. Síðan kemur Eystri Rangá með 1440 laxa, Þverá með 900 laxa svo Selá í Vopnafirð með 820 laxa, Miðfjarðará er með 800 laxa, Norðurá í Borgarfirði með 760 laxa og þar rétt fyrir neðan Haffjarðará með 730 laxa.

Kíkjum aðeins á þetta nánar en í Haffjarðará er bara veitt á 6 stangir og veiðin þar frábær miðað við þurrkasumar. Erum að tala um sex stangir, veiðin hefur verið jöfn í sumar og styttist í að veiði síðasta sumars tikki inn í Haffjarðará. Það vamtar ekki nema 130 laxa í bókina. Selá og Hofsa í Vopnafirði eru einnig með 6 stangir og veiðin þar er í fínu lagi.

Ævintýraleg veiði í Haffjarðará

Veiðar · Lesa meira

Haffjarðará