Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar við Saurbæ, Dalasýslu. Hvolsá sjálf er 9 km löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Norðan við ósana er varnargarður sem myndar lón sem stendur eftir þegar fjarar, en sjór fellur upp í báðar árnar. Árnar eru þekktari sem sjóbleikjuár og hefur veiðin farið yfir þúsund fiska á sínum bestu árum. Meðalveiði í ánum er 150 laxar og um 5-600 sjóbleikjur. Veitt er tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Sjötti þáttur: Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“
Sjötti þáttur af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan. Í þessum þætti fer Gunnar að veiða í Hvolsá í Dalasýslu ásamt