Hvolsá & Staðarhólsá

Vesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

47500 kr. – 57500 kr.

Tegundir

Veiðin

Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar við Saurbæ, Dalasýslu. Hvolsá sjálf er 9 km löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Norðan við ósana er varnargarður sem myndar lón sem stendur eftir þegar fjarar, en sjór fellur upp í báðar árnar. Árnar eru þekktari sem sjóbleikjuár og hefur veiðin farið yfir þúsund fiska á sínum bestu árum. Meðalveiði í ánum er 150 laxar og um 5-600 sjóbleikjur. Veitt er tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Góð aðstaða er í veiðihúsinu Árseli sem er staðsett við þjóðveginn skammt frá Hvolsá. Í húsinu er m.a. fjögur tveggja manna herbergi og tvö eins manns herbergi, góð borðstofa og setustofa með sjónvarpi og góðum stólum. Sængur og koddar eru í húsinu en menn koma með sængurver/koddaver/lök. Koma má í hús kl. 15:00 (14:00 e. 10/8) á veiðidegi, og yfirgefa skal húsið eigi síðar en 13:30. Hægt er að kaupa þrif á húsinu en bóka þarf það amk. 24 klst fyrir brottför. Ef óskað er eftir þrifum, þá þarf að tæma húsið eigi síðar en kl. 12:30 á brottfaradegi. Húsinu skal skilað hreinu og ber að gæta að gæludýr eru ekki leyfð á svæðinu eða í húsinu.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er öll Hvolsá og Staðarhólsá ásamt lóninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 50 km  /  Reykjavík: 195 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur 200 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is – Hvolsá & Staðarhólsá

Nánari upplýsingar á [email protected] eða síma 897-3443

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hvolsá & Staðarhólsá

Shopping Basket