Hvolsá og Staðarhólsá: Sextíu laxar og yfir hundrað bleikjur

,,Við vorum að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá og það var mikið af laxi að ganga í árnar,  já og mikið líf í Lóninu“ sagði Þröstur Reynisson sem heimsækir árnar á hverju ári, enda hans æskustöðvar. ,,Þegar við voru þarna voru komnir 55 laxar og 100 bleikjur“ sagði Þröstur um stöðuna í ánum.

Þeir  Þröstur og félagar voru á svæðinu um verslunarmannahelgina og aðeins hefur bæst við af laxi og bleikjum. Af veiði á svæðinu eru tölur frekar rólegar, veiðimenn sem voru í Flekkudalsá um daginn fengu 3 laxa og í Fáskrúð hefur fiskurinn verið tregur,  enda mætti rigna verulega til að hleypa lífi í fiskinn á svæðinu.

Miðá í Dölum er komin í kringum 50 laxa og töluvert af bleikju, við brúna á þjóðveginum sáust 10 til 15 laxar fyrir nokkrum dögum, en það var aðeins sýning fyrir veiðimanninn sem átti veiðileyfi í annari veiði en fékk þó flotta sýningu.

Ljósmynd/Þröstur Reynisson

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Hvolsá & Staðarhólsá