Vatnsdalsáin er vatnsmesta veiðiá á sunnanverðum Vestfjörðum og þornar aldrei, jafnvel á þurrustu sumrum. Menn hafa lengi einblínt á neðri hluta árinnar sem eina veiðisvæðið þrátt fyrir að það sé einungis um 700 metra langt með öllum bugðum og sveigjum. Vatnsdalsá er síðsumarsá og því er lax að byrja að ganga í byrjun júlí en þá veiðist stærsti fiskurinn. Bleikja veiðist bæði í efri og neðri hluta árinnar allt sumarið. Lax gengur öllu jöfnu ekki upp í efri ánna fyrr en í ágúst en þó fer það eftir tíðarfari. Bleikjuveiði er að jafnaði 5-7 bleikjur á stöng á dag. Veiðileyfi eru seld í 2ja til 3ja daga hollum og eru báðar stangirnar ávallt seldar saman.
Lax og bleikja að gefa sig í Vatnsdalsá í Vatnsfirði
„Þessi ungi veiðimaður Kristófer Aaron fékk maríulaxinn í veiðistað 3, fiskurinn tók Orange kröflu 1/4″, mikil gleði sem jókst til mikilla muna þegar hann landaði seinni fiskinum á stað 5,“