Vatnsdalsá á Barðaströnd

Vestfirðir
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 16 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús, Hótel, Tjald, Annað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

25000 kr. – 25000 kr.

Tegundir

Veiðin

Vatnsdalsáin er vatnsmesta veiðiá á sunnanverðum Vestfjörðum og þornar aldrei, jafnvel á þurrustu sumrum. Menn hafa lengi einblínt á neðri hluta árinnar sem eina veiðisvæðið þrátt fyrir að það sé einungis um 700 metra langt með öllum bugðum og sveigjum. Vatnsdalsá er síðsumarsá og því er lax að byrja að ganga í byrjun júlí en þá veiðist stærsti fiskurinn. Bleikja veiðist bæði í efri og neðri hluta árinnar allt sumarið. Lax gengur öllu jöfnu ekki upp í efri ánna fyrr en í ágúst en þó fer það eftir tíðarfari. Bleikjuveiði er að jafnaði 5-7 bleikjur á stöng á dag. Veiðileyfi eru seld í 2ja til 3ja daga hollum og eru báðar stangirnar ávallt seldar saman.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Aðgangur að veiðihúsi er innifalið í veiðileyfi fyrir Vatnsdalsá; um 20 m² bjálkakofi sem er ætlaður fjórum.  Veiðikofinn Stöng er staðsettur á svokölluðu Pennunesi við Hótel Flókalund. Stöng er útbúin með 12v raflýsingu og gasupphitun og gaseldavél.  Rennandi kalt vatn og vatnsklósett er í veiðikofanum. Veiðimenn koma með rúmföt sjálfir. Lyklar af veiðihúsinu ásamt veiðibók er hægt að nálgast hjá Jóhanni á Brjánslæk, sem er um 6 km vestur af veiðihúsinu. Menn geta mætt í veiðihúsið kl 14 ,í upphafi holls, en verða skila húsinu kl 13 daginn sem hollið endar.

Hótel

Hótel Flókalundur s: 456-2011

Tjaldstæði

Aðrir gistimöguleikar

Orlofshúsin við Flókalund

Veiðireglur

Einungis má taka 1 laxahæng, minni en 70 cm, á hverja stöng daglega

Vatnsdalsá og Vatnsdalsvatn eru í friðlandinu í Vatnsfirði.  Veiðimenn verða að fara að öllum fyrirmælum landvarðar og reglum um friðlýst svæði. Þeir eru beðnir aka ekki um ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru menn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær allt frá gljúfrum í efri ánni niður að vatni og frá útfalli á vatninu í neðri ánna og alla leið til árósanna

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Bíldudalur: 47 km, Patreksfjörður: 66 km, Ísafjörður: 93 km, Borgarnes: 254 km, Akureyri: 448 km og Reykjavík: 330

Áhugaverðir staðir

Látrabjarg: 95 km

Önnur þjónusta

Flateyjarferjan Brjánslæk: 8 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Iceland Salmon Fishing s: 666-9555 & 697-6556,  [email protected]

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vatnsdalsá á Barðaströnd

Engin nýleg veiði er á Vatnsdalsá á Barðaströnd!

Shopping Basket